Starfatorg - laus störf hjá ríkinu
Leit
182 störf fundust
Heilbrigðisþjónusta
Landspítali
Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Legudeild geðrofssjúkdóma leitar að jákvæðu og metnaðarfullu samstarfsfólki. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í vaktavinnu og eru störfin laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi. Legudeild geðrofssjúkdóma sinnir greiningu, meðferð og endurhæfingu fólks með geðrofssjúkdóma.
Höfuðborgarsvæðið
Heilbrigðisþjónusta
Landspítali
Ljósmóðir óskast til starfa á fæðingarvakt
Laust er til umsóknar starf ljósmóður á fæðingarvakt Landspítala. Á deildinni er veitt þjónusta við konur í eðlilegri fæðingu auk þjónustu við konur með áhættuþætti sem þurfa sérhæft eftirlit í fæðingu.
Höfuðborgarsvæðið
Sérfræðistörf
Háskóli Íslands
Verkefnisstjóri í móttöku Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar
Laust er til umsóknar 80% starf verkefnisstjóra á skrifstofu Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Háskóla Íslands. Skrifstofan er til húsa í Eirbergi við Eiríksgötu 34 og er opin alla virka daga frá kl. 8:00-15:00. Þar er veitt margvísleg þjónusta vegna náms og kennslu í deildinni.
Höfuðborgarsvæðið
Heilbrigðisþjónusta
Landspítali
Sjúkraliðar á hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnalækningadeild
Dagvinna Við leitum eftir áhugasömum sjúkraliðum sem vilja vera hluti af spennandi og fjölbreyttu starfsumhverfi. Á deildinni færðu tækifæri til að vinna með fjölbreyttum sjúklingahópi hjarta-, lungna-, augn- og nýrnasjúklingum.
Höfuðborgarsvæðið
Sérfræðistörf
Barna- og fjölskyldustofa
Verkefnastjóri skjalavinnslu
Barna- og fjölskyldustofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í stöðu verkefnastjóra skjalavinnslu hjá stofnuninni. Starfið er ótímabundið og heyrir undir framkvæmdastjóra gæðasviðs. Starfsstöð er Borgartún 21, 105 Reykjavík.
Höfuðborgarsvæðið
Sérfræðistörf
Barna- og fjölskyldustofa
Lögfræðingur
Barna- og fjölskyldustofa auglýsir til umsóknar stöðu lögfræðings á gæðasviði stofnunarinnar. Gæðasvið er stoðsvið sem styður við starfsemi annarra sviða auk þess að sinna sjálfstæðum verkefnum.
Höfuðborgarsvæðið
Sérfræðistörf
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir
Financial controller - Sérfræðingur í fjármálum
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) leitar að metnaðarfullum og gagnadrifnum einstaklingi með umfangsmikla þekkingu á uppgjörum í starf leiðandi sérfræðings á sviði fjármála og eignastýringar.
Höfuðborgarsvæðið
Heilbrigðisþjónusta
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Sjúkraliði - Heimahjúkrun HH
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins leitar að sjúkraliða í vaktavinnu. Um er að ræða ótímabundið starf á morgun-, kvöld- og helgarvaktir, starfshlutfall er 30-90% eða samkvæmt samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Höfuðborgarsvæðið
Skrifstofustörf
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Móttökuritari óskast á Heilbrigðisstofnun Suðurlands - Rangárþingi
Laust er til umsóknar starf móttökuritara við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Rangárþingi. Á heilsugæslunni vinnur samhentur hópur af mjög hæfu og lausnamiðuðu starfsfólki með það markmið að þjónusta skjólstæðinga stöðvarinnar. Starfstöðvar eru á Hellu og Hvolsvelli.
Suðurland
Heilbrigðisþjónusta
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Deildarstjóri móttökuritara og heilbrigðisgagnafræðinga
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í stöðu deildarstjóra móttökuritara og heilbrigðisgagnafræðinga. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi með frumkvæði, faglegan metnað og jákvætt hugarfar til að taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar.
Suðurnes
Sérfræðistörf
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Sérfræðingur í samgöngutengdum fjármögnunarverkefnum
Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að öflugum sérfræðingi til að sinna verkefnum á sviði samgöngugjalda, sérstaklega veggjalda, flýti- og umferðagjalda og samspili þeirra við aðra gjaldtöku af umferð sem er fyrir, s.s. kílómetragjald.
Höfuðborgarsvæðið
Heilbrigðisþjónusta
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Almennur starfsmaður - Heimahjúkrun HH
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins óskar eftir almennum starfsmanni í 30-90% ótímabundið starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða starf við heimahjúkrun á dag-, kvöld- og helgarvöktum.
Höfuðborgarsvæðið