Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Barna- og fjölskyldu­stofa

Upplýsingar um starf

Starf

Lögfræðingur

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

19.12.2025

Umsóknarfrestur

08.01.2026

Lögfræðingur

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir til umsóknar stöðu lögfræðings á gæðasviði stofnunarinnar. Gæðasvið er stoðsvið sem styður við starfsemi annarra sviða auk þess að sinna sjálfstæðum verkefnum. Starfsfólk sviðsins sinnir fræðslu til fagfólks innan sem utan stofnunarinnar og veitir einnig sveitarfélögum stuðning vegna þjónustu við börn og fjölskyldur. Starfsstöð er Borgartún 21, 105 Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Lögfræðileg ráðgjöf og fræðsla um túlkun og framkvæmd laga og reglugerða er varða þjónustu við börn og fjölskyldur

  • Ráðgjöf og fræðsla vegna samþættrar þjónustu við börn

  • Aðkoma að afgreiðslu umsókna um úrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu

  • Þátttaka í þverfaglegu starfi Barna- og fjölskyldustofu við afgreiðslu einstakra verkefna

  • Stuðla að gæðaþróun í þjónustu við börn í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma

  • Fræðsla til fagfólks innan sem utan stofnunar

Hæfniskröfur

  • Meistara- eða embættispróf í lögfræði

  • Góð þekking og reynsla af stjórnsýslurétti

  • Góð þekking á mannréttindum

  • Góð þekking á málefnum barna og fjölskyldna

  • Þekking á barnavernd er æskileg

  • Reynsla af málum er varða þjónustu við börn og farsæld barna er æskileg

  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð

  • Geta til að sýna frumkvæði í starfi og að vinna undir álagi

  • Nauðsynlegt er að búa yfir góðri samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvæðu viðhorfi til skjólstæðinga og samstarfsaðila

  • Krafa um góða íslenskukunnáttu í rituðu og töluðu máli

  • Krafa um góða enskukunnáttu í rituðu og töluðu máli og æskileg kunnátta í einu Norðurlandamáli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barna- og fjölskyldustofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Vakin er athygli á að stofan aflar sjálf upplýsinga úr sakaskrá áður en viðkomandi hefur störf. Barna- og fjölskyldustofa hvetur öll til að sækja um, óháð kyni.

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem gerðar eru. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.01.2026

Nánari upplýsingar veitir

Guðrún Þorleifsdóttir

framkvæmdastjóri gæðasviðs

Tölvupóstur: gudrun.thorleifsdottir@bofs.is

Sími: 5302600

Þjónustuaðili

Barna- og fjölskyldu­stofa

Upplýsingar um starf

Starf

Lögfræðingur

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

19.12.2025

Umsóknarfrestur

08.01.2026