Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Sjúkraliðar á hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnalækningadeild

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

24-100%

Starf skráð

19.12.2025

Umsóknarfrestur

05.01.2026

Sjúkraliðar á hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnalækningadeild

Dagvinna

Við leitum eftir áhugasömum sjúkraliðum sem vilja vera hluti af spennandi og fjölbreyttu starfsumhverfi. Á deildinni færðu tækifæri til að vinna með fjölbreyttum sjúklingahópi hjarta-, lungna-, augn- og nýrnasjúklingum. Þú þróar færni þína á blandaðri deild skurð- og lyflækninga og velur þér vinnufyrirkomulag sem hentar þér best, hvort sem það er fast starf eða sveigjanleg tímavinna.

Við tökum vel á móti öllum

  • Ertu nýútskrifaður? Frábært! Við veitum markvissa fræðslu.

  • Hefurðu ekki unnið á Landspítala áður? Komdu bara! Við þjálfum þig vel.

  • Er langt síðan þú vannst við hjúkrun? Ekkert mál, við styðjum þig í gegnum aðlögunina og hvetjum þig eindregið til að sækja um.

Af hverju að velja okkur?

Þú verður hluti af öflugum og áhugasömum hópi sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem tekur vel á móti nýju samstarfsfólki. Við leggjum mikla áherslu á að veita góða einstaklingshæfða aðlögun sem er sniðin að þínum þörfum og reynslu.

Vinnuvikan er 36 stundir fyrir starfsfólk í fullri vaktavinnu og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Hvenær getur þú byrjað?

Störfin eru laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Þetta gæti orðið upphafið að spennandi ferðalagi í hjúkrun.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hjúkrun sjúklinga í samvinnu við aðra fagaðila

  • Bera ábyrgð á að framfylgja fyrirfram ákveðnum verkferlum

  • Fylgjast með nýjungum í hjúkrun

  • Taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sjúkraliða

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og áhugi á teymisvinnu

  • Hæfni til að vinna vel undir álagi

  • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.

Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sjúkraliði, hjúkrun

Tungumálahæfni: íslenska 3/5

Staðsetning: Hringbraut 101 Reykjavík

Starfshlutfall er 24-100%

Umsóknarfrestur er til og með 05.01.2026

Nánari upplýsingar veitir

Þórgunnur Jóhannsdóttir

Tölvupóstur: thorgunj@landspitali.is

Sími: 663-5823

Fanney Friðþórsdóttir

Tölvupóstur: fanneyf@landspitali.is

Sími: 690-7304

Þjónustuaðili

Landspítali

Upplýsingar um starf

Starf

Sjúkraliðar á hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnalækningadeild

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

24-100%

Starf skráð

19.12.2025

Umsóknarfrestur

05.01.2026