Þjónustuaðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur í samgöngutengdum fjármögnunarverkefnum
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
19.12.2025
Umsóknarfrestur
30.12.2025
Sérfræðingur í samgöngutengdum fjármögnunarverkefnum
Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að öflugum sérfræðingi til að sinna verkefnum á sviði samgöngugjalda, sérstaklega veggjalda, flýti- og umferðagjalda og samspili þeirra við aðra gjaldtöku af umferð sem er fyrir, s.s. kílómetragjald. Verkefnið er unnið í sameiginlegri verkefnastofu forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis. Verkefnið felur m.a. í sér að móta heildstæða framtíðarsýn um breytt fyrirkomulag gjaldtöku af ökutækjum og afnotum af vegakerfinu, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Þá styður verkefnastofan við stofnun innviðafélags sem flýta á stærri samgönguframkvæmdum og tryggja fyrirsjáanleika í fjármögnun þeirra til lengri tíma.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í innleiðingu og eftirfylgni kílómetragjalds
Stuðningur við stýrihóp ráðuneyta um stofnun innviðafélags
Skoða mismunandi leiðir til tekjuöflunar af umferð
Mat á tæknilegum lausnum og útfærslum
Greiningar- og sviðsmyndavinna sem getur orðið frekari grundvöllur fyrir heildstætt, hagkvæmt og samræmt gjaldtökukerfi á landsvísu
Hæfniskröfur
Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.
Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Þekking og reynsla af stefnumótun.
Greiningarhæfni og lagni við gerð kynninga um flókin mál með myndum og texta.
Lausnamiðuð og sjálfstæð vinnubrögð.
Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
Góð hæfni í að tjá sig í ræðu og riti.
Reynsla af áhrifamati og greiningum er kostur.
Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika á framlengingu og gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa. Starfstöð verkefnastofu er hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Þórdís Steinsdóttir
Tölvupóstur: thordis.steinsdottir@fjr.is
Ragnheiður Valdimarsdóttir
Tölvupóstur: ragnheidur.valdimarsdottir@fjr.is
Þjónustuaðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur í samgöngutengdum fjármögnunarverkefnum
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
19.12.2025
Umsóknarfrestur
30.12.2025