
Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Upplýsingar um starf
Starf
Nemar - Að vera á skrá
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
10-100%
Starf skráð
07.11.2025
Umsóknarfrestur
30.12.2030
Nemar - Að vera á skrá
Hér geta nemar sem stunda nám á öllum sviðum heilbrigðisvísinda og hafa áhuga á að starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sent inn almenna starfsumsókn. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega (ekki er hægt að sækja um aftur í sama flokki).
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða".
Þjónustusvæðið HSU nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri og veitir HSU heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir um hvaða nemastöðu er að ræða.
Hæfniskröfur
Hafa áhuga á að starfa með fólki og sýna faglega umhyggju í verki.
Jákvæðni, sýna ábyrgð og vera tilbúin að takast á við þau verkefni sem eru fyrir hendi.
Vilji til að afla sér reynslu og leggja sitt af mörkum í góðu starfsumhverfi.
Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Báran, stéttarfélag hafa gert.
Umsókninni skulu fylgja staðfestar upplýsingar um stöðu náms og fyrri reynslu.
Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði frá síðustu uppfærslu þannig að þeir sem vilja halda umsókn sinni virkri er bent á að uppfæra hana reglulega.
Starfshlutfall er 10-100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2030
Nánari upplýsingar veitir
Harpa Íshólm Ólafsdóttir
Tölvupóstur: harpa.i.olafsdottir@hsu.is

Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Upplýsingar um starf
Starf
Nemar - Að vera á skrá
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
10-100%
Starf skráð
07.11.2025
Umsóknarfrestur
30.12.2030