Skimun fyrir leghálskrabbameini
Eftirlit hjá sérstökum áhættuhópum
HIV smitaðir
Geta fylgt sömu aldursviðmiðum í skimun og HIV neikvæðir einstaklingar
Ef sýni við skimun eru óeðlileg fylgir eftirlit sömu ferlum og hjá HIV neikvæðum einstaklingum
Einstaklingar sem hafa þurft meðferð við forstigsbreytingum þurfa árlegt eftirlit alla ævi
Líffæraþegar og stofnfrumuþegar
Þurfa sérstakt mat hjá kvensjúkdómalækni fyrir meðferð og e.t.v. nýtt skimunarsýni
Mikilvægt að upplýsa um aukna hættu á forstigsbreytingum
Skimun eftir meðferð ætti að vera á 3ja ára fresti
Ef sýni við skimun eru óeðlileg fylgir eftirlit sömu ferlum og hjá heilbrigðum einstaklingum
Eftirlit ævilangt
Ónæmisbældir einstaklingar (t.d. vegna ónæmisbælandi lyfja við gigtarsjúkdómi/bólgusjúkdóm)
Ekki ástæða til aukins eftirlits.
Geta fylgt hefðbundnum skimunarleiðbeiningum.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknisTengd stofnun
Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu