Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

Öllum konum á aldrinum 40-74 ára er boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini

Brjóstaskimun er rannsókn á brjóstum fyrir einkennalausar konur. Skimun fyrir brjóstakrabbameini er árangursrík leið til að lækka dánartíðni sjúkdómsins. Með því að greina hann snemma aukast líkur á því að sjúkdómurinn sé staðbundinn og hafi ekki náð að dreifa sér um líkamann.

Ef þú ert með einkenni frá brjósti getur þú haft samband í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru fyrir forgangstíma í skoðun.

Boð í skimun

Boð í skimun kemur frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.

  • Aldurshópurinn 40-69 ára fær boð í skimun á 2 ára fresti

  • Aldurshópurinn 70-74 ára fær boð í skimun á 3 ára fresti

Konur eldri en 74 ára fá ekki boðsbréf en eru velkomnar í skimun og geta haft samband við heimilislækni eða Brjóstamiðstöð og pantað tíma.

Brjóstaskimun

Staðsetning brjóstaskimunar

Niðurstöður

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis