Fara beint í efnið

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

Öllum konum á aldrinum 40-74 ára er boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini

Skimun fyrir brjóstakrabbameini er árangursrík leið til að lækka dánartíðni sjúkdómsins. Með því að greina hann snemma aukast líkur á því að sjúkdómurinn sé staðbundinn og hafi ekki náð að dreifa sér um líkamann.

Boð í skimun

Boð í skimun kemur frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana en Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri sjá um framkvæmd brjóstaskimana.

  • Aldurshópurinn 40-69 ára fær boð í skimun á 2 ára fresti

  • Aldurshópurinn 70-74 ára fær boð í skimun á 3 ára fresti

Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini.

Tímapantanir hjá Brjóstamiðstöð Landspítala í síma 543 9560 milli kl. 8:30 og 12:00 og 13:00-15:30 alla virka daga. Einnig er hægt að bóka tíma með því að senda kennitölu á brjostaskimun@landspitali.is

Bóka tíma í brjóstaskimun