Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Panta tíma í brjóstaskimun

Ef þú ert með einkenni frá brjósti getur þú haft samband í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru fyrir forgangstíma í skoðun.

Brjóstaskimun er rannsókn á brjóstum fyrir einkennalausar konur

Einkennalausar konur 40 til 74 ára sem hafa fengið boðsbréf í skimun geta pantað tíma með því að:

Boðsbréf í brjóstaskimun

Konur á aldrinum:

  • 40 til 69 ára, fá boð á tveggja ára fresti

  • 70 til 74 ára, fá boð á þriggja ára fresti

Konur eldri en 74 ára fá ekki boðsbréf en eru velkomnar í skimun og geta haft samband við heimilislækni eða Brjóstamiðstöð og pantað tíma.

Niðurstöður skimunar

Þú færð sent rafrænt svarbréf úr skimun á Heilsuveru og Ísland.is þegar niðurstöður rannsóknar liggja fyrir, oftast innan þriggja vikna.

Þjónustuaðili

Land­spítali