Skimun fyrir leghálskrabbameini
Eftirlit á meðgöngu kvenna með óeðlilegt frumusýni frá leghálsi
Skimun á meðgöngu
Ljósmóðir kannar skimunarsögu konu í fyrsta viðtali meðgöngu. Ef kona hefur ekki sinnt boði um skimun er ráðlagt að ljósmóðir taki leghálsýni samkvæmt skimunarleiðbeiningum eftir aldri eða vísi konu áfram til sýnatöku á heilsugæslu eða hjá kvensjúkdómalækni.
Ef kona fær boð um skimun á meðgöngu og hefur ekki verið í sérstöku eftirliti vegna forstigsbreytinga má fresta skimuninni þar til eftir fæðingu.
Eftirlit eftir fæðingu
Konum sem hafa þurft leghálsspeglun á meðgöngu skal fylgt eftir með leghálsspeglun eða keiluskurði 6-12 vikum eftir fæðingu.
Fyrir heilbrigðisstarfsfólk:
Eftirlit á meðgöngu kvenna með óeðlilegt frumusýni frá leghálsi - leiðbeiningar
Þjónustuaðili
Embætti landlæknisTengd stofnun
Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu