Sjúkrahús og starfsstöðvar heilbrigðisstarfsfólks - tölur
Um tölfræði sjúkrahúsa og sjálfstætt starfandi
Tölur um notkun á sjúkrahúsaþjónustu
Tölur um notkun á sjúkrahúsaþjónustu byggja á vistunarskrá heilbrigðisstofnana. Skránni var komið á fót árið 2003 en hún inniheldur upplýsingar um þá einstaklinga sem leita til sjúkrahúsa í landinu, heilsufarsvanda þeirra og úrlausnir.
Vistunarskrá heilbrigðisstofnana nýtist til þess að fylgjast með umfangi og notkun þjónustunnar, með tíðni sjúkdóma og úrlausna og til samanburðar milli stofnana og landa.
Skráin á stoð sína í lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 og eru gögn kölluð inn í skrána í samræmi við fyrirmæli landlæknis um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga.
Tölur um aðgerðir
Embætti landlæknis safnar og vinnur upplýsingar um aðgerðir frá ýmsum aðilum innan heilbrigðisþjónustunnar. Samkvæmt ákvörðun landlæknis skal við skráningu aðgerða nota Norræna flokkun aðferða og aðgerða í skurðlækningum, NCSP-IS (Nordic Classification of Surgical Procedures-Ísland).
Upplýsingum um aðgerðir framkvæmdar á sjúkrahúsum landsins er safnað í vistunarskrá heilbrigðisstofnana. Upplýsingum um aðgerðir sem framkvæmdar eru á heilsugæslustöðvum er safnaði í samskiptaskrá heilsugæslu. Auk þessara tveggja skráa heldur embætti landlæknis skrá yfir þungunarrof í samræmi við lög nr. 43/2019. Er tilgangur hennar fyrst og fremst að afla tölfræðilegra upplýsinga.
Gagnasöfn
Tíðni aðgerða í einkarekinni þjónustu 2007-2016. Útgefið 2017
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis