Umsókn um bætur úr sjúklingatryggingu - atvik árið 2024 og fyrr
Bótagreiðslur og örorkumöt
Ef atvikið er talið bótaskylt þá er tekin afstaða til eftirfarandi bótaflokka:
Útlagður kostnaður vegna atviksins
Þjáningabætur
- Greidd er upphæð fyrir hvern dag frá tjónsdegi þar til heilsufar er stöðugt, upphæðin
er hærri fyrir daga sem umsækjandi er rúmfasturBætur vegna tímabundins atvinnutjóns
- Greitt er fyrir tímabilið frá tjónsdegi þar til að heilsufar er stöðugt eða getur hafið störf að nýju, að frádregnum öðrum launum í veikinda- og slysaforföllum.Varanlegur miski
- Varanlegur miski er metinn til stiga og miðar við heilsufar tjónþola þegar það er orðið stöðugt. Bætur fara eftir aldri tjónþola á tjónsdegi.Varanleg örorka
- Upphæð þeirra miðast við aldur umsækjanda, ásamt árslaunum hans fyrir tjón og prósentustigi örorkunnar
Allar fjárhæðir bóta er að finna í gjaldskrá Sjúkradagpeninga og viðeigandi lögum.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar