Fara beint í efnið

Sáttamiðlun í einkamálum

Beiðni um sáttaumleitun Sýslumanns

Sáttamiðlun er aðferð til að leysa úr ágreiningi með hjálp hlutlauss og óháðs aðila. 

Einstaklingar, fyrirtæki, félög og stofnanir sem eiga í deilum geta leitað til sýslumanns um sáttamiðlun í málum sem annars gæti þurft að reka fyrir dómstólum. Þetta á til dæmis við um: 

  • Mál milli nákominna og mál þar sem aðilar eru í viðvarandi samskiptum

  • Ágreining um skipti dánarbúa (áður en opinberra skipta er krafist)

  • Neytendamál (áður en formleg málsmeðferð úrskurðarnefnda hefst)

  • Fasteignamál

  • Mál þar sem sönnunarvandi er til staðar

  • Ágreiningsmál sem ekki eru líkleg til að koma til kasta dómstóla

Athugið að ekki er hægt að leita sáttamiðlunar hjá sýslumanni í sakamálum eða málefnum sem tengjast börnum. Á vef Stjórnarráðsins má lesa nánar um sáttameðferð í málefnum barna.

Sáttamiðlun hjá sýslumanni er aðilum að kostnaðarlausu.

Ferli sáttamiðlunar

Sáttaferlið tekur almennt stuttan tíma í samanburði við mál sem rekin eru fyrir dómstólum. Þá er kostnaður að jafnaði mun minni og auðveldara er að leysa eða einfalda ágreining áður en deila magnast. Sáttatilraunir veita ríkara svigrúm til fjölbreyttari lausna. 

Trúnaður ríkir milli aðila í sáttaferli. 

Aðilar að deilunni þurfa að vera sammála um að leita sátta og fylla út beiðni til sýslumanns þar sem þeir gera grein fyrir ágreiningsefninu, óskum og rökstuðningi. Þeir eru svo boðaðir á sáttafund með starfsmanni sýslumanns í viðkomandi umdæmi. 

Sýslumaður fellir niður sáttaumleitanir ef aðilar málsins mæta ekki til sáttafundar eða ef hann telur ljóst að þær beri ekki árangur. 

Ef sátt tekst fyrir sýslumanni er hún bókuð í gerðabók og telst bindandi.

Sátt hjá sýslumanni hefur þá sérstöðu að heimilt er að fullnægja skyldum samkvæmt sátt með aðför.   

Sáttamiðlun í málum sem eru komin fyrir dómstóla

Ef dómsmál hefur þegar verið höfðað getur dómari vísað máli í sáttamiðlun til sýslumanns með samþykki aðila. Þetta getur til dæmis átt við ef aðilar sjá fram á tímafrekt dómsmál með tilheyrandi kostnaði. 

Náist sættir að hluta með aðkomu sýslumanns er hægt að leita til dómstóla með það ágreiningsefni sem eftir stendur.


Beiðni um sáttaumleitun Sýslumanns

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15