Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Umhirða katla

Efnisyfirlit

Ávinningur

Námskeið fyrir þau sem vinna við búnað þar sem gufa er notuð, einkum þau sem sjá um daglega umhirðu ketilkerfa. Með námskeiðinu öðlast nemendur aukna þekkingu á uppbyggingu og rekstri ketilkerfa og á þeim hættum sem geta skapast.

Gufukatlar eru notaðir víða, má þar nefna þvotta- og efnalaugar, veitingahús og stóreldhús, sorpbrennslustöðvar, fiskibræðslur, sælgætisgerðir, gos- og ölgerðir.

Um námskeiðið

Hvenær er námskeiðið kennt?

Námskeiðið er á dagskrá einu sinni til tvisvar á ári.

Skipulag náms

Námskeiðið er sex klukkustundir. Það stendur saman af fyrirlestrum, myndum, myndböndum og umræðum.

Námsefni

  • Uppbygging og virkni ketilkerfa.

  • Rekstur og framkvæmd á daglegu eftirliti og umhirðu sem tengist gufu- og heitavatnskötlum.

  • Prófanir á öryggisbúnaði katla.

  • Vatn á ketilkerfum. Hvað þarf að hafa í huga svo að tæringar og útfellingar verði minni í vatninu við notkun.

  • Gufulagnir, rafmagnskatlar, rafskautakatlar og olíukatlar.

Próf

Ekki er prófað úr námsefninu.

Verð

30.400 krónur