Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Stefna og framtíðarsýn

Vinnueftirlitið þróast í takt við örar breytingar á vinnumarkaði. Ný framtíðarsýn og stefna tók gildi 1. janúar 2023.

Stefnan var unnin í víðtæku samráði við hagsmunaaðila, fagráðuneyti, starfsfólk og stjórnendur stofnunarinnar. Stefnan gildir út árið 2028.

Framtíðarsýn til ársins 2028

Öflugt vinnuverndarstarf

Með öflugu vinnuverndarstarfi, sem er í stöðugri þróun í takti við örar breytingar á vinnumarkaði, hefur Vinnueftirlitið stuðlað að bættri vellíðan, heilsu og öryggi starfsfólks.

Samstarf atvinnurekenda og starfsfólks

Árangursríkt vinnuverndarstarf er samstarfsverkefni atvinnurekenda og starfsfólks við að viðhalda og bæta öryggi og aðbúnað á vinnustöðum og þannig er komið í veg fyrir vinnuslys, óhöpp og vanlíðan starfsfólks.

Góðar upplýsingar

Góð heilsa skilar atvinnulífinu aukinni framleiðni og samfélaginu  ávinningi. Áreiðanlegar upplýsingar og greining gagna um þróun helstu áhættuþátta í vinnuumhverfi gerir okkur kleift að forgangsraða í eftirliti, forvarnarstarfi og upplýsingamiðlun.

Umbætur

Nýsköpun, umbætur og einföldun eru lykilatriði í okkar starfi og við höfum verið leiðandi í að benda á aðferðar, bæði nýjar og þekktar, til að bæta vinnuvernd á vinnustöðum.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við val á aðgerðum til að koma áherslum stefnunnar í framkvæmd verður horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Fimm meginmarkmið

Stefna Vinnueftirlitsins er byggð upp í kringum fimm meginmarkmið. Hvert og eitt þeirra á að stuðla að langtímaumbótum og jákvæðum breytingum til þess að framtíðarsýnin verði að veruleika. Þau eru: vellíðan, öryggi, þátttaka, aðlögun og einföldun.

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439