Skýrslur um vinnutíma starfsfólks
Atvinnurekendur eiga að skrá vinnutíma starfsfólks í hlutlægu, áreiðanlegu og aðgengilegu kerfi innan vinnustaðaðarins. Upplýsingarnar skulu vera aðgengilegar starfsfólki tólf mánuði aftur í tímann.
Skráningarkerfið
Í skráningarkerfum vinnustaða þurfa að koma fram upplýsingar um:
daglegan og vikulegan vinnutíma
á hvaða tíma sólarhrings unnið er
samfelldan hvíldartíma
vikulegan frídag
tilvik þar sem vikið hefur verið frá reglum um hvíldartíma og vikulegan frídag
hvort starfsfólk hafi fengið hvíld síðar þegar vikið hefur verið frá reglum
Vinnutími starfsfólks
Vinnuverndarlögin fjalla um skipulag vinnutíma en þar gildir meðal annars að starfsfólk eigi rétt á:
að minnsta kosti 11 klukkustunda hvíld á hverjum 24 klukkustunum, reiknað frá byrjun vinnudags.
hléi ef daglegur vinnutími er lengri en sex klukkustundir.
að minnsta kosti einum vikulegum frídegi sem tengist beint daglegum hvíldartíma.
að hámarksvinnutími á viku, að yfirvinnu meðtalinni, sé ekki umfram 48 klukkustundir að meðaltali á hverju fjögurra mánaða tímabili.
Vinnutími barna og unglinga
Sérstakar reglur gilda um vinnutíma barna og unglinga
Reynslan sýnir að of langur vinnutími og ónóg hvíld:
eykur hættu á vinnuslysum og óhöppum
eykur líka á að fólk missi einbeitingu við störf sín og tekur ekki eftir mikilvægum skilaboðum í vinnuumhverfinu
leiðir til langvarandi þreytu og streitu meðal starfsfólks sem getur einnig haft neikvæð áhrif á samskipti milli fólks en vel er þekkt að aukinn pirringur og óþolinmæði í garð annarra er oft fylgifiskur mikillar streitu.
Þess vegna skiptir máli að huga vel að skipulagi vinnutíma og þá ekki síst þegar ungt fólk á í hlut en því er hættara en eldra starfsfólki við að lenda í vinnuslysum og óhöppum enda oft reynsluminna.
