Efnanotkun og áhættumat
Efnisyfirlit
Ávinningur
Námskeiðið er hugsað fyrir stjórnendur, starfsmenn og sérfræðinga fyrirtækja sem nota hættuleg efni. Meðal þess sem er kennt:
Efnahættur, til dæmis á bílaverkstæðum og rannsóknastofum.
Reglur um notkun og upplýsingagjöf
Aðferðir og hjálpartæki við gerð áhættumats vegna hættumerktra efna
Um námskeiðið
Hvenær er námskeiðið kennt?
Námskeiðið er á dagskrá tvisvar á ári, í mars og október.
Skipulag náms
Námskeiðið er þrjár klukkustundir að lengd, kennt í fjarkennslu á Teams. Það er í formi fyrirlesturs með glærum, spurningum og svörum og æfingu í áhættumati.
Námsefni
Helstu hættur sem stafa af efnum sem notuð eru á vinnustöðum
Flokkun, merking og upplýsingar um hættuleg efni
Meðhöndlun og geymsla hættulegra efna
Persónuhlífar, varnir og viðbúnaður gegn efnahættum
Hættuleg efni í almennri atvinnustarfsemi
Uppruni mengunarefna í vinnuumhverfi
Dæmi um aðferð við gerð áhættumats vegna efnahættu
Verð
20.200 krónur