Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Grunnnámskeið til réttinda á allar vinnuvélar

Til að fá réttindi á allar stærðir vinnuvéla þarf að ljúka bóklegu grunnnámskeiði. Grunnnámskeið er kennt hjá ýmsum ökuskólum og fleiri aðilum.

Oft er hægt að taka stærstan hluta bóklega námskeiðsins í fjarnámi. Upplýsingar um skipulag náms og kostnað má finna hjá þeim sem kenna námskeiðin.

Hvaða aldri þarf að hafa náð til að fá vinnuvélaréttindi?
- Það er 16 ára aldurstakmark til að geta setið þetta námskeið.
- Þremur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn getur viðkomandi farið að æfa sig á tæki undir leiðsögn einstaklings með kennararéttindi á vélina.
- Til að fá vinnuvélaréttindi verður viðkomandi að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.

Eftir bóklegt námskeið

Eftir bóklega námskeiðið tekur við verkleg þjálfun. Lesa má nánar um vinnuvélaréttindi þjálfun.