Fara beint í efnið
Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Réttur til fjölskyldusameiningar

24. nóvember 2023

Í tilefni fjölda fyrirspurna varðandi möguleikann á dvalarleyfi á Íslandi fyrir fjölskyldumeðlimi í Palestínu

Dalvegur 18

Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar eru aðeins veitt nánustu aðstandendum einstaklinga sem búsettir eru hér á landi og hafa rétt til fjölskyldusameiningar.

Útlendingastofnun biðlar til þeirra sem vilja leggja inn umsóknir að kynna sér vel hverjir geta átt rétt á fjölskyldusameiningu áður en umsókn er lögð fram.

Nánustu aðstandendur

Nánustu aðstandendur í skilningi laga um útlendinga eru

Rétturinn til fjölskyldusameiningar takmarkast því við kjarnafjölskylduna. Aðrir fjölskyldumeðlimir eða ættingjar, svo sem fullorðin systkini, frænkur, frændur eða foreldrar undir 67 ára aldri, eiga ekki rétt á dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar.

Réttur til fjölskyldusameiningar

Rétt til fjölskyldusameiningar eiga

  • íslenskir ríkisborgarar,

  • norrænir ríkisborgarar,

  • erlendir ríkisborgarar sem hafa ótímabundið dvalarleyfi,

  • erlendir ríkisborgarar sem hafa tímabundið dvalarleyfi:

    • sem sérfræðingar,

    • á grundvelli skorts á vinnuafli,

    • sem íþróttamenn,

    • sem sérhæfðir starfsmanns á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamnings,

    • sem nemar,

    • sem makar eða sambúðarmakar,

    • á grundvelli alþjóðlegrar verndar,

    • á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða

    • vegna sérstakra tengsla við landið.

Sérstakar reglur um fylgdarlaus börn

Sérstakar reglur gilda um fylgdarlaus börn sem búa á Íslandi á dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þau ein eiga rétt til fjölskyldusameiningar við eftirtalda aðstandendur:

  • foreldra (óháð aldri) sem fara með forsjá þeirra og hyggjast búa með barni sínu hér á landi og 

  • systkini yngri en 18 ára, sem eru án maka og búa hjá foreldrunum eða foreldrinu.