Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Afhending pappírsgagna - opinber gögn

Eitt af meginverkefnum Þjóðskjalasafns Íslands er að taka á móti pappírsskjölum afhendingarskyldra aðila til varðveislu. Samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn skal afhenda afhendingarskyld skjöl á pappír til opinbers skjalasafns þegar þau hafa náð 30 ára aldri. Ef pappírsskjöl sem eru yngri en 30 ára gömul eru afhent til Þjóðskjalasafns tekur safnið gjald fyrir varðveislu þeirra þar til þau hafa náð 30 ára aldri samkvæmt gjaldskrá. Sveitarfélög greiða ávallt fyrir varðveislu pappírsskjala í Þjóðskjalasafni samkvæmt gjaldskrá.