Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Þjóðskjalasafn Íslands
Málaflokkur
Ríkisstofnanir, Söfn
Undirritunardagur
28. nóvember 2025
Útgáfudagur
4. desember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1307/2025
28. nóvember 2025
GJALDSKRÁ
Þjóðskjalasafns Íslands.
1. gr.Gildissvið.
Gjaldskrá þessi gildir um þjónustu Þjóðskjalasafns Íslands.
2. gr.Móttaka skjala, varsla þeirra og meðferð þegar héraðsskjalasafn hættir starfsemi.
Gjald fyrir móttöku skjala, vörslu þeirra og meðferð þegar héraðsskjalasafn hættir starfsemi skv. a-lið 1. mgr. 48. gr. a laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:
| Lýsing | Verð | |
| Tímavinna starfsmanns | kr. | 12.973 |
| Varðveisla pappírsskjala pr. hillumetra á ári | kr. | 9.020 |
| Varðveisla rafrænna gagna pr. gígabæt á ári | kr. | 574 |
3. gr.Móttaka skjala, varsla, ráðgjöf um skjalahald og eftirlit
vegna skjala sem sveitarfélög afhenda Þjóðskjalasafni.
Gjald fyrir móttöku skjala, vörslu, ráðgjöf um skjalahald og eftirlit vegna skjala sem sveitarfélög afhenda Þjóðskjalasafni skv. b-lið 1. mgr. 48. gr. a laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:
| Lýsing | Verð | |
| Varðveisla pappírsskjala pr. hillumetra á ári | kr. | 9.020 |
| Varðveisla rafrænna gagna pr. gígabæt á ári | kr. | 574 |
| Ráðgjöf og eftirlit pr. íbúa í sveitarfélagi | kr. | 343 |
4. gr.Móttaka, frágangur og flutningur skjalasafna afhendingarskylds
aðila sem hættir starfsemi eða er lagður niður.
Gjald fyrir móttöku, frágang og flutning skjalasafna afhendingarskylds aðila sem hættir starfsemi eða er lagður niður skv. c-lið 1. mgr. 48. gr. a laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:
| Lýsing | Verð | |
| Tímavinna starfsmanns | kr. | 12.973 |
| Kostnaður við umbúðir á hillumetra | kr. | 9.480 |
5. gr.Varðveisla pappírsskjala afhendingarskyldra aðila sem eru yngri en 30 ára.
Gjald fyrir varðveislu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila sem eru yngri en 30 ára þar til þau ná þeim aldri skv. d-lið 1. mgr. 48. gr. a laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:
| Lýsing | Verð | |
| Varðveisla pappírsskjala pr. hillumetra á ári | kr. | 9.020 |
Vörslukostnaður fyrir pappírsskjöl sem eru yngri en 30 ára frá afhendingarskyldum aðilum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. 1.-4. tölulið 1. mgr. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn sem hafa verið lagðir niður skal greiddur af því ráðuneyti eða sveitarfélagi sem viðkomandi aðili heyrði undir.
6. gr.Varðveisla og eyðing skjala þrotabúa.
Þrotabú skulu greiða Þjóðskjalasafni Íslands árlegt vörslugjald sem safnið varðveitir í sjö ár skv. e-lið 1. mgr. 48. gr. a laga um opinber skjalasöfn. Vörslugjald greiðist í einu lagi fyrir sjö ár frá skiptalokum þegar safnið er afhent Þjóðskjalasafni til vörslu. Gjald fyrir varðveislu skjala þrotabúa í sjö ár og eyðingu þeirra er sem hér segir:
| Lýsing | Verð | |
| Varðveisla pappírsskjala pr. hillumetra á ári | kr. | 7.448 |
| Varðveisla rafrænna gagna pr. gígabæt á ári | kr. | 259 |
| Eyðing skjala pr. kg | kr. | 136 |
7. gr.Miðlun efnis frá sveitarfélagi sem ekki starfrækir héraðsskjalasafn.
Gjald fyrir miðlun efnis frá sveitarfélagi sem ekki starfrækir héraðsskjalasafn skv. f-lið 1. mgr. 48. gr. a laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:
| Lýsing | Verð | |
| Tímavinna starfsmanns | kr. | 12.973 |
| Efniskostnaður pr. skannað eintak | kr. | 100 |
8. gr.Vinna við að veita aðgang að gögnum þrotabús eða öðrum
óflokkuðum skjölum svo og fyrir aukna rannsóknarþjónustu.
Gjald fyrir vinnu við að veita aðgang að gögnum þrotabús eða öðrum óflokkuðum skjölum svo og fyrir aukna rannsóknarþjónustu skv. g-lið 1. mgr. 48. gr. a laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:
| Lýsing | Verð | |
| Tímavinna starfsmanns | kr. | 12.973 |
Með aukinni rannsóknarvinnu sé átt við aðstoð sem sérfræðingur Þjóðskjalasafns veitir umfram lögbundna grunnþjónustu, svo sem við ítarleit að tilteknum upplýsingum eða rannsókn vegna tiltekinnar fyrirspurnar.
9. gr.Ljósritun og afritun gagna úr safnkosti.
Gjald fyrir ljósritun og afritun gagna sem afhent eru skv. h-lið 1. mgr. 48. gr. a laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:
| Lýsing | Verð | |
| Ljósritun A3/A4 pr. bls., allt að 10 bls. | kr. | 300 |
| Ljósritun A3/A4 pr. bls., umfram 10 bls. | kr. | 150 |
| Rafrænt afrit – lággæði pr. mynd, allt að 10 myndir | kr. | 230 |
| Rafrænt afrit – lággæði pr. mynd, umfram 10 myndir | kr. | 115 |
| Rafrænt afrit – hágæði pr. mynd, allt að 10 myndir | kr. | 2.100 |
| Rafrænt afrit – hágæði pr. mynd, umfram 10 myndir | kr. | 1.050 |
| Staðfest vottorð pr. bls. | kr. | 1.070 |
10. gr.Verðlagsuppfærslur.
Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari miðast við vísitölu neysluverðs í nóvember 2025 og uppfærast árlega miðað við breytingar á þeirri vísitölu, sbr. heimild í 2. mgr. 48. gr. a laga um opinber skjalasöfn. Gildandi verð á hverjum tíma er birt á vef Þjóðskjalasafns Íslands.
11. gr.Lagaheimild og gildistaka.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 48. gr. a laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Gjaldskráin var staðfest af ráðherra 27. nóvember 2025. Hún öðlast gildi 1. janúar 2026. Gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands nr. 1360/2021 fellur úr gildi frá sama tíma.
Þjóðskjalasafni Íslands, 28. nóvember 2025.
Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður.
B deild — Útgáfudagur: 4. desember 2025