Straumurinn (X-Road)
Upplýsingar um Straumurinn (X-Road)
Straumurinn (X-Road) er gagnaflutningslag sem er ætlað að auðvelda samskipti milli upplýsingakerfa á öruggan hátt sem gerir stofnunum kleift að veita stafræna þjónustu.
Straumurinn er undirstaða miðlægrar þjónustugáttar fyrir borgara landsins. Lögð er áhersla á að sinna öllum borgurum jafn vel. Straumurinn er undirstaða þess að borgarar landsins geti sótt alla þjónustu hins opinbera á einum stað í miðlægri þjónustugátt.
Allar opinberar stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki í landinu geta nýtt sér Strauminn til að flytja gögn sín á milli með það að markmiði að bæta þjónustu við almenning í landinu.
Þróun Straumsins
Ísland er aðili að NIIS (Nordic Institute for Interoperability Solutions) sem vinnur að framþróun Straumsins. Straumurinn er þróaður af Eistum og Finnum fyrir opinbera þjónustu og hefur verið í notkun frá 2002.
Innleiðing á Straumnum (X-Road) á Íslandi hófst formlega í nóvember 2018 þegar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirritaði samstarfssamning við Finna og Eista.
Öryggi gagna
Samskipti stofnana og fyrirtækja um Strauminn (X-Road) eru tryggð með dulkóðuðum samskiptum þar sem miðlæg þjónusta Stafræns Íslands tengir samskipti þjónustuveitanda og þjónustuþega saman með stöðluðum hætti.
Réttleiki
Réttleiki gagna er tryggður með beinum samskiptum beggja aðila án aðkomu milliliða, gögn þjónustuveitanda eru ætíð uppfærð og aðgengileg þeim þjónustuþega sem þjónustuveitandi hefur heimilað aðgang að.
Rekjanleiki
Samskipti beggja aðila eru að fullu rekjanleg þeirra í millum og ljóst hver og hvenær þjónustuþegi nýtti gögnin þar sem samskipti eru tímastimpluð af miðlægum heimildarþjóni Stafræns Íslands.
Öryggiskerfi
Straumurinn er með fjölþætt öryggiskerfi: Sannvottun og auðkenningu notenda, dulkóðun á gögnum og tímastimplaðar aðgerðir til að tryggja rekjanleika.