Nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn verða kynntar á málþinginu <em>Réttindi barna í stafrænu umhverfi</em> á Grand hótel föstudaginn 29. apríl milli kl. 08:30 og 10:15. Leiðbeiningarnar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna, Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar.