Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Leiðbeiningar um persónuvernd barna í leikjaspilun á Netinu

29. júní 2024

Merki - Persónuvernd

Ljóst er að leikjaiðnaðurinn er í örum vexti og óumdeilt er að mörg börn eyða stórum hluta af frítíma sínum í ýmsu leikjaumhverfi á Netinu. Þrátt fyrir ýmsa jákvæða möguleika slíkra leikja eru fjölmargar áskoranir tengdar persónuvernd barna vegna þeirra.

Norrænar persónuverndarstofnanir tóku því höndum saman og mynduðu óformlegan vinnuhóp sem hafði það meginhlutverk að huga að sameiginlegri vitundarvakningu og veita leiðsögn til að efla persónuvernd barna í slíkum leikjum. Nánar tiltekið lutu verkefni hópsins sérstaklega að því að útbúa leiðbeiningar til leikjaframleiðenda með ákveðnum grunnmeginreglum, sem huga þurfi að við hönnun og þróun stafrænna leikja, til að tryggja að réttindi barna verði virt.

Á fundi norræna persónuverndarstofnana sem haldinn var í Osló dagana 30.-31. maí sl. var slíkt leiðbeiningaskjal samþykkt og hefur það nú verið birt.

Leikjaframleiðendur eru sérstaklega hvattir til að kynna sér leiðbeiningarnar en þær geta einnig verið sérstaklega gagnlegar fyrir foreldra, börn eða aðra sem vilja kynna sér betur þær reglur sem gilda um vinnslu persónuupplýsinga barna við leikjaspilun á Netinu.

Að lokum má benda á að þær meginreglur sem finna má í leiðbeiningunum eru ekki tæmandi, en ávallt þarf að huga að öllum viðeigandi reglum persónuverndarlöggjafarinnar við slíka vinnslu.

Leiðbeiningarnar má finna (á ensku) á meðfylgjandi hlekk:Meginreglur um persónuvernd barna í leikjaspilun á Netinu.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820