Dagana 26.-27. október sótti starfsfólk Persónuverndar tveggja daga fræðslufund hjá <a href="https://www.garanteprivacy.it/home">ítölsku persónuverndarstofnuninni</a> í Róm. Á dagskránni var meðal annars umfjöllun um nýleg mál tengd ChatGPT, Replika, TikTok og SeeSaw auk þess sem persónuvernd barna var í forgrunni.