Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Upplýsingaskylda við sjálfvirka ákvörðunartöku

7. mars 2025

Evrópudómstóllinn (CJEU) komst að þeirri niðurstöðu að við sjálfvirka ákvarðanatöku, þarf ábyrgðaraðili að veita viðkomandi einstaklingi upplýsingar um ferlið og þær reglur sem raunverulega var beitt við ákvörðunartökuna, samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR).

Merki - Persónuvernd

Dómstóllinn tók fram að ef viðkvæm viðskiptaleyndarmál hefðu áhrif á veittar upplýsingar skuli ábyrgðaraðilinn veita viðeigandi dómstól eða persónuverndarstofnun umræddar upplýsingar svo hægt sé að leggja mat á umfang réttinda einstaklingsins til aðgangs að persónuupplýsingum sínum.

Dómurinn styrkir enn frekar réttindi einstaklinga þegar kemur að sjálfvirkri ákvarðanatöku og krefst aukins gegnsæis við vinnslu persónuupplýsinga.

Ákvörðun Evrópudómstólsins.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820