Stefna Persónuverndar fyrir árið 2025
11. mars 2025
Persónuvernd hefur ákveðið að árið 2025 verði lögð áhersla á eftirfarandi málaflokka í starfsemi stofnunarinnar.


Persónuvernd hefur ákveðið að árið 2025 verði lögð áhersla á eftirfarandi málaflokka í starfsemi stofnunarinnar:
Vinnsla persónuupplýsinga í þágu markaðssetningar, þar á meðal hjá auglýsingastofum
Vinnsla heilsufarsupplýsinga utan heilbrigðisstofnana
Vinnsla persónuupplýsinga í smáforritum, tölvuleikjum og í tengslum við netverslun
Vinnsla persónuupplýsinga í þágu löggæslu og landamæraeftirlits
Vinnsla persónuupplýsinga í tölvuskýjum
Notkun opinberra aðila á samfélagsmiðlum
Umræðufundir með hagsmunaaðilum á opinberum markaði og einkamarkaði
Þessi stefna útilokar ekki að annars konar mál verði tekin til umfjöllunar.