Vinnustofa: Föruneyti barna og foreldranámskeiðið Tengjumst í leik
27. október 2025
Á þessari vinnustofu fá skólastjórnendur, tengiliðir sveitarfélaga og aðrir sem hyggjast styðja við leiðbeinendur tækifæri til að kynnast verkefninu Föruneyti barna í heild sinni. Farið verður yfir markmið, skipulag og innleiðingu verkefnisins og hvernig það getur stutt við skóla, sveitarfélög og fjölskyldur í að efla farsæld barna.

Markmið vinnustofunnar:
Að kynna grunnhugsun og skipulag verkefnisins Föruneyti barna
Að útskýra hvernig innleiðing fer fram í samstarfi við sveitarfélög og skóla
Að veita dýpri skilning á foreldranámskeiðinu Tengjumst í leik.
Að opna umræðu um næstu skref í innleiðingu og samstarfi.
Fyrir hverja:
Skólastjórnendur.
Fulltrúa sveitarfélaga.
Starfsfólk sem vinnur að farsæld og foreldrastuðningi.
Aðra sem vilja fræðast um verkefnið.