Aðsent námsefni
Ert þú með spennandi námsefni í fórum þínum? Eða ertu að vinna að skemmtilegu verkefni með nemendum og langar að gefa það út?
Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu tökum á móti áhugaverðu efni og metum hvort það fellur að útgáfu stofnunarinnar.
Innsendingarfrestur á haustmisseri er 1. október og vormisseri 1. apríl.
Sérfræðingar í námsefnisgerð hafa síðan 4 vikur eftir að frestur er liðinn til að fara yfir efnið. Að því loknu verður haft samband við þau sem sendu inn efni.
Mikilvægt er að hafa í huga að aðalnámskrá liggur til grundvallar því námsefni
sem gefið er út hjá okkur og einnig ber að hafa gátlista fyrir námsefnishöfunda til hliðsjónar við gerð efnis.
Vinsamlegast fyllið út eftirfarandi upplýsingar og smellið á SENDA:
Aðsent námsefni
Fyrir hvaða aldur
Námsgrein/ar
Tegund námsefnis
Viðhengi
S.s. handrit, sýnishorn eða myndband