Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók fyrir námsefnishöfunda

Gæðaviðmið fyrir námsefni og leiðbeiningar um frágang texta og mynda. Hér má nálgast pdf útgáfu af handbókinni.

Námsgagnasvið

    Um handbókina

    Um handbókina

    Handbók fyrir námsefnishöfunda er ætlað að styðja við faglega og markvissa gerð námsefnis. Hún sameinar gæðaviðmið og hagnýtar leiðbeiningar sem nýtast höfundum – hvort sem efnið er ætlað í prent, stafræna miðlun eða hvort tveggja.

    Handbókin skiptist í tvo meginkafla:

    Gæðaviðmið fyrir námsefni – sem fjalla um innihald, uppbyggingu og framsetningu

    Leiðbeiningar um frágang texta og mynda – sem tryggja tæknilega og útlitslega samræmingu

    Með því að fylgja þessum viðmiðum aukast líkur á að efnið verði aðgengilegt, vandað og í takt við menntastefnu og þarfir íslenskra nemenda. Markmiðið er skýrt: Að styðja við gerð hágæða námsefnis sem nýtast mun vel í námi og kennslu.