Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók fyrir námsefnishöfunda

Gæðaviðmið fyrir námsefni og leiðbeiningar um frágang texta og mynda.

Námsgagnasvið

    Gæðaviðmið fyrir námsefni

    Gæðaviðmiðin eru sett fram til að styðja við höfunda, ritstjóra og aðra sem koma að gerð námsefnis fyrir íslenskt skólakerfi. Þau byggja á gildandi lögum um námsgögn, aðalnámskrá grunnskóla og menntastefnu til ársins 2030. Viðmiðin ná yfir allt ferlið frá hugmyndavinnu að fullbúnu námsefni og eru flokkuð í þrjá flokka: kennslufræðileg og fagleg atriði, efnistök og skipulag og svo framsetning og miðlun. Með því að fylgja þessum viðmiðum aukast líkur á að námsefnið verði hágæða, aðlaðandi og í samræmi við settar kröfur.

    Viðmiðin eru flokkuð í þrjá meginflokka:

    1. Kennslufræðileg og fagleg atriði

    2. Efnistök og skipulag

    3. Framsetning og miðlun

    Í hverjum flokki eru 3–4 gæðaviðmið, lýsing á þeim og matskvarði. Þannig er hægt að meta efnið með markvissum hætti og sjá hvar styrkleikar liggja og hvar bæta má úr.