Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók fyrir námsefnishöfunda

Gæðaviðmið fyrir námsefni og leiðbeiningar um frágang texta og mynda.

Námsgagnasvið

    Leiðbeiningar um frágang texta og mynda

    Leiðbeiningarnar miða að því að tryggja vandaðan, samræmdan og faglegan frágang á námsefni, hvort sem um er að ræða prentað efni eða stafræna birtingu hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Höfundar, ritstjórar og þau sem vinna með texta og myndefni geta stuðst við þessar leiðbeiningar til að auðvelda alla vinnslu, frá ritun til hönnunar og útgáfu.

    Farið er yfir helstu atriði sem varða innslátt texta, uppsetningu mynda og annað sem hefur áhrif á útlit og framsetningu efnis. Með því að fylgja þessum leiðbeiningum verður efnið faglegra, aðgengilegra og einfaldara í hönnun og umbroti – sem flýtir fyrir ferlinu frá hugmynd að útgefnu efni.