Samfélagslöggæsla
Efnisyfirlit
Samfélagslöggæsla er hugmyndafræði löggæslu sem leggur áherslu á að efla tengslin á milli lögreglu og íbúa.
Fræðsla samfélagslögreglu
Heimsókn samfélagslögreglu er ein hlið samfélagslöggæslu.
Samfélagslögregla heimsækir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar, fyrirtæki, stofnanir og félög til að miðla upplýsingum um öryggi og forvarnir.
Óska eftir fræðslu
Svæðisbundið samráð
Samfélagslöggæsla er viðamikið samstarf lögregluembætta á hverjum stað fyrir sig. Lögreglan vinnur meðal annars með:
félagsþjónustu,
barnaverndarþjónustu,
skólum,
þjónustumiðstöðvum fyrir þolendur ofbeldis.
Markmiðið er að eiga í opnu samtali um áskoranirnar og finna lausnir í sameiningu.
Samhæfing aðgerða
Í flestum tilvikum hafa verið undirritaðar samstarfsyfirlýsingar sem leggja grunn að reglulegu samstarfi, samhæfingu aðgerða og þróun vettvanga sem styðja við markmið farsældar- og barnaverndarlaga.
Sums staðar hefur verið unnið að sérhæfðara samstarfi svo sem þjónustumiðstöðvum fyrir þolendur ofbeldis eða þróun sértækra verkferla fyrir ákveðin áherslusvið. Ríkislögreglustjóri hefur stutt þessa þróun með samræmingu, og miðlun verklags og fræðslu.
Heimilisofbeldi
Öll lögregluembættin vinna með félagsþjónustu og barnaverndarþjónustu vegna heimilisofbeldismála. Unnið er í samræmi við verklagsreglur ríkislögreglustjóra.
Verklagsreglur ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála
Tölfræði til grundvallar
Viðhorf til lögreglu
Við ákvarðanatöku í svæðisbundnu samráði er meðal annars litið til tölfræðiupplýsinga. Hægt er að sjá niðurstöður úr reglulegum könnunum fyrir hvert lögregluembætti fyrir sig um viðhorf til lögreglu og reynslu af afbrotum.
Kynbundið ofbeldi
Ríkislögreglustjóri birtir reglulega tölfræði um kynbundið ofbeldi, kynferðisbrot og heimilisofbeldi. Þar með talin manndráp og tilraunir til manndráps.