Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Að fá fræðslu frá samfélagslöggum

Fræðsla samfélagslögreglu miðar að því að auka öryggi borgaranna og koma í veg fyrir afbrot.

Staðir

Samfélagslöggur heimsækja:

  • leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,

  • félagsmiðstöðvar,

  • stofnanir,

  • og félög

til að miðla upplýsingum um öryggi og forvarnir.

Fræðslan er oftar en ekki fyrir ákveðinn hóp eins og til dæmis ungmenni, börn, foreldra, innflytjendur eða eldri borgara.

Fræðslan

Umfjöllunarefnið getur verið:

  • samskipti,

  • netöryggi,

  • ofbeldi,

  • umferðaröryggi.

Ekki þarf að greiða fyrir fræðslu frá lögreglunni.

Lögreglumenn sem sinna fræðslunni starfa líka sem lögreglumenn á vakt og eru heimsóknirnar hluti starfs þeirra.

Á samfélagsmiðlum:

Hafið samband við lögregluna á ykkar svæði til að fá frekari upplýsingar um samfélagslöggur í umdæminu.

Þjónustuaðili

Lögreglan