Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sjálfsskaðahegðun

Börn og unglingar
Geðsjúkdómar og andleg líðan

Þessar upplýsingar eru fyrir unglinga sem hafa áhuga á að vita meira um sjálfsskaðahegðun, hvort sem þeir eru sjálfir að skaða sig, óttast að þeir muni byrja á að skaða sig eða þekkja einhvern sem skaðar sig.

Einnig getur efnið gagnast fjölskyldum, vinum og fagfólki sem vinnur með unglingum.

Í upplýsingunum er að finna mismunandi aðferðir og helstu ástæður fyrir því að unglingur byrjar að skaða sig.
Einnig er fjallað um:

  • Úrræði og stuðning sem getur staðið þér til boða.

  • Ýmislegt sem þú getur gert sjálf/ur til að hjálpa þér.

  • Ýmislegt sem foreldrar þínir og vinir geta gert til að hjálpa þér.

Sækja bæklinga um sjálfsskaðaghegðun:

Hvað er sjálfsskaði?

Sjálfsskaði er þegar þú vísvitandi meiðir eða skaðar líkama þinn án þess að þú sért endilega að hugsa um að vilja deyja. Dæmi um sjálfsskaða er:

  • Taka inn ofskammt lyfja, vímu- eða eiturefna.

  • Skera, klóra eða rispa sig til blóðs.

  • Brenna sig, til dæmis með sígarettu.

  • Slá eða kýla höndum/höfði við eitthvað hart, svo sem vegg.

  • Herða fast að hálsi svo að það er erfitt að anda.

Stundum virðist sjálfsskaði vera framkvæmdur á yfirvegaðan og úthugsaðan máta. Það er hins vegar vitað að þeir sem skaða sig ítrekað finna fyrir miklum tilfinningasveiflum, innri spennu og togstreitu. Sumir skipuleggja sjálfsskaða fyrirfram meðan aðrir skaða sig nokkuð skyndilega og þá helst til að losa um innri spennu. Sumir skaða sig sjaldan en aðrir reglulega. Þeir sem skaða sig reglulega geta átt í erfiðleikum með að hætta þar sem sjálfsskaðahegðun getur orðið vanabindandi.

Algengar spurningar og svör

Úrræði sem eru í boði

Hjálparsími Rauða krossins 1717

Barna- og unglingageðdeild

  • Bráðaþjónustan við Dalbraut er opin frá kl. 8:00 – 16:00 virka daga, s. 543-4300

  • Nauðsynlegt er að hringja áður til að fá mat á alvarleika

Bráðaþjónusta geðsviðs

  • Bráðamóttaka geðsviðs er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri. Hún er staðsett á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut og er opin þeim sem eiga við bráða geðræna erfiðleika að stríða. Til bráðamóttöku er hægt að leita með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma.

Heilsugæslan

  • Heilsugæslustöð í þínu hverfi þar sem þú getur pantað viðtal hjá lækni sem getur liðsinnt þér að fá hjálp og upplýst þig um viðeigandi úrræði.


Útgefandi: Landspítali - Barna- og unglingageðdeild. Október 2017
Ábyrgðarmenn: Unnur Heba Seingrímsdóttir og Vilborg G. Guðnadóttir