Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Fótamein hjá sykursjúkum

Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómar

Fótamein eru meðal alvarlegustu og flóknustu langvinnu fylgikvilla sykursýki.

Meðal fótameina teljast

  • fótasár

  • aflaganir

  • skynskerðing

  • taugaverkir

  • og margt fleira

Fótamein verða vegna skemmda í æðum og taugum. Þessar skemmdir geta valdið:

  • Skynskerðingu í fótum (úttaugakvilli)

  • Truflun á blóðflæði (blóðþurrð)

Skemmdirnar geta þróast smátt og smátt, á löngu tímabili, án þess að þú gefir því gaum. Fyrirbyggjandi eftirlit og stjórn áhættuþátta eru því mikilvæg atriði.

Fótaeftirlit

Ætti að vera í höndum þverfaglegs teymis, það er lækna, hjúkrunarfræðinga og fótaaðgerðafræðinga. Meðferðaráætlun ætti að vera samkomulag milli þín og ofantalinna fagaðila. Með góðri stjórn blóðsykurs, blóðfitu og blóðþrýstings er hægt að minnka líkur á fótameinum og öðrum fylgikvillum sykursýki.

Á innkirtladeild Landspítala hefur skimunarkerfi verið þróað og innleitt þar sem fætur allra eru skoðaðir að minnsta kosti einu sinni á ári. Út frá þessari einföldu en gagnreyndu skoðunaraðferð er gert áhættumat sem frekari meðferð fer eftir.

Einnig er starfandi þverfagleg göngudeild fótameina á Sáramiðstöð Landspítala þar sem alvarlegri vandamál eru meðhöndluð. Stefnt er að því að innleiða þetta verklag alls staðar þar sem fólk með sykursýki er í eftirliti og ætti það að tryggja viðunandi og viðeigandi þjónustu.

Tímabókanir

Aðeins er hægt að fá tíma með tilvísun frá heimilslækni, hjúkrunarfræðingi eða fótaaðgerðafræðingi.

Ef ekki næst í lækni og erindið þolir enga bið skal leita á bráðamóttöku.

Stjórn áhættuþátta:

Reykingar auka líkur á fótameinum. Með reykingum minnkar blóðflæði til fóta og hætta á að grípa þurfi til aflimunar eykst. Við hvetjum skjólstæðinga okkar eindregið til að hætta að reykja.

Umhirða fóta