Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Fæðingarparís - Undirbúningur huga og líkama fyrir jákvæða fæðingarupplifun

Meðganga og fæðing

Um fæðingarparís

Fæðingarparís byrjaði sem tilraunaverkefni á fæðingardeild ríkisspítalans í Dublin á Írlandi, en verkefnið var í yfirumsjón Sinead Thompson ljósmóður. Markmið verkefnisins var að hvetja konu og stuðningsaðila þeirra að undirbúa sig fyrir fæðinguna og stuðla að aukinni virkni á meðgöngu og í fæðingu. Eftir innleiðingu verkefnisins kom í ljós að upplifun kvennanna af fæðingunni varð jákvæðari, konur voru líklegri til að fara sjálfkrafa af stað í fæðingu ásamt því að síður var þörf fyrir mænurótardeyfingu eða keisaraskurð.

Fæðingarparísinn hefur nú verið innleiddur á nánast öllum fæðingarstöðum á Írlandi en einnig á fleiri stöðum í Evrópu.

Flest í fæðingarparísnum er kunnuglegt, eins og regluleg hreyfing og mikilvægi öndunar- og slökunaræfinga. Mælt er með að byrja að nota fæðingarparís strax á meðgöngunni og undirbúa þannig líkamann fyrir fæðinguna. Þá er einnig auðveldara að nota æfingarnar þegar fæðing fer af stað.

Fæðingarparís lóðrétt A3 fyrir prent

Fæðing

Myndband

  • Útgefandi: Landspítali - Miðstöð sjúklingafræðslu, Maí 2025

  • Ábyrgðarmenn: Yfirlæknar og yfirljósmæður: Fæðingarvakt 223b, Meðgöngu-og sængurlegudeild 22a og Meðgönguvernd, fósturgreining og bráðaþjónusta kvennadeilda 21/22B