Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Erfðaráðgjöf

Erfðaráðgjöf er veitt á deildinni af erfðaráðgjafa og/eða sérfræðingi í erfðasjúkdómum.

Ástæður fyrir erfðaráðgjöf:

  1. Erfðasjúkdómar eru til staðar í ætt verðandi foreldra.

  2. Fyrra barn hefur fæðst með erfðasjúkdóm.

  3. Fyrra barn hefur fæðst andvana.

  4. Fósturskimun leiðir í ljós fósturgalla eða líkur á fósturgalla.

  5. Fósturlát hafa orðið þrisvar sinnum eða oftar.

Markmið ráðgjafar:

Að útskýra líkur á erfðasjúkdómi, fara yfir mögulegar rannsóknir og gera áætlun um eftirlit og meðferð.

Tímapantanir hjá fósturgreiningardeild fyrir barnshafandi konur eru í síma 543 3256.