Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Skimanir á meðgöngu

Öllum konum stendur til boða:

Ómskoðun á öðrum tíma meðgöngunnar er samkvæmt beiðni ljóðmóður eða læknis.

Kostnaður

Greitt er fyrir

  • ómskoðun við 11-14 vikur

  • hnakkaþykktarmælingu með líkindamati fyrir litningagalla

  • snemmsónar við 6-11 vikur

Ekki er greitt fyrir

  • ómskoðun við 19-20 vikur

  • aðrar ómskoðanir í meðgöngunni

Reglur við skoðunina

  • Aðeins einn aðstandandi er viðstaddur ómskoðunina, maki eða aðstandandi.

  • Vinsamlegast komið ekki með börn í ómskoðunina.

    • Börn eiga erfitt með að tengja ómmyndina við barn og verða því oft hávær og óróleg.

    • Það getur truflað einbeitingu ómskoðarans og foreldranna sem njóta hennar þá ekki sem skyldi.

    • Ef eitthvað afbrigðilegt finnst við skoðun á fóstrinu er viðvera barns ekki heppileg.

  • Ekki er hægt að fá myndbandsupptöku

  • Vinsamlega hafið slökkt á farsímum

  • Myndatökur eru ekki leyfðar á deildinni

Greiðsla

  • Greitt er fyrir ómskoðun við 11-14 vikur. Myndir fylgja með.

  • Ekki þarf að greiða fyrir 19-20 vikna ómskoðun eða aðrar ómskoðanir á meðgöngunni. Hægt er að kaupa myndir. Gott er að láta vita strax í upphafi skoðunar ef óskað er eftir myndum.

Um ómskoðun á meðgöngu

Framkvæmd skoðunar

Læknir eða ljósmóðir sem hafa sérhæft sig í ómskoðun framkvæma skoðunina.

  • Köldu geli er smurt yfir kvið konunnar og ómhaus strokið yfir legið.

  • Mynd birtist á skjá ómtækisins og á aukaskjá fyrir konuna. Myndgæði eru misjöfn og fer það eftir legu fósturs og þyngd/líkamsþykkt móður. Ef myndgæði eru slæm þarf stundum að ýta ómhausnum nokkuð þétt á kvið konunnar til þess að fá skýra mynd.

Nauðsyn

Ómskoðun og fósturgreining er val verðandi foreldra.

Eðlileg niðurstaða úr ómskoðun gefur ekki fullvissu um að allt verði í lagi, þar sem ekki er hægt með ómtækninni að greina öll afbrigði frá hinu eðlilega.

Flest börn fæðast heilbrigð en það er þó ekki sjálfgefið.

Í fáum tilfellum greinist minni- eða meira háttar fósturgalli sem getur valdið áhyggjum foreldra eða erfiðri ákvarðanatöku um framhald meðgöngunnar.
Foreldrar sem ekki geta hugsað sér að verða fyrir slíku ættu ekki að þiggja þessar skoðanir.

Áhætta

Allar rannsóknir benda til þess að ómskoðun sé hættulaus bæði fyrir móður og barn. Engu að síður teljum við að vanda þurfi vel til ábendinga um skoðunina.

Aðrar skimanir