Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Símanúmer, opnunartími og staðsetning
Skimanir á meðgöngu
Rhesus varnir
Erfðaráðgjöf
Gjaldskrá
Fræðsluefni
Tilgangur fósturgreiningar á fyrstu vikum meðgöngu: að meta meðgöngulengd, greina fjölda fóstra, að skoða líffæri, legvatn, og atferli fóstursins með tilliti til þess að greina frávik frá hinu eðlilega.
Þessum bæklingi er ætlað að upplýsa verðandi foreldra um fósturskimun og fósturgreiningu sem er í boði á Íslandi. Þetta eru tvær ólíkar rannsóknir. Fósturskimun sem felst í ómskoðun auk blóðprufu og fósturgreining sem felur jafnan í sér inngrip með áhættu.
Litningarannsókn er gerð til að rannsaka litningagerð fósturs. Litningarnir bera erfðaefni líkamans. Afbrigðilegur fjöldi litninga og/eða afbrigðileg bygging einstakra litninga getur valdið andlegri eða líkamlegri fötlun.
Mælt er með að konur í tvíburameðgöngu fái þéttara eftirlit í meðgöngunni en í einburameðgöngu. Mæðraskoðun og ómskoðun er skipulögð oftar til að fylgjast með vexti, legvatnsmagni og legu barnanna.
Hjá konum með meðgöngusykursýki nær líkaminn ekki að framleiða nóg insúlín til að viðhalda aukinni þörf og þá hækkar blóðsykurinn í blóði.
Konum með meðgöngusykursýki er ráðlagt að borða næringarríka og fjölbreytta fæðu í hæfilegum skömmtum auk D vítamíns og fólats.