Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Rhesus varnir

Blóðflokkamisræmi

Algengasta og alvarlegasta tegund blóðflokkamisræmis móður og barns getur komið fram þegar móðir er Rhesus D neikvæð og fóstrið er Rhesus D jákvætt. Um 15% barnshafandi kvenna eru Rhesus D neikvæðar þ.e. þær eru ekki með Rhesus D mótefnavaka á yfirborði rauðu blóðkornanna. Um 60% Rhesus D neikvæðra barnshafandi kvenna ganga með Rhesus D jákvætt fóstur. Þær geta myndað rauðkornamótefni (Rhesus næming) sem geta haft afleiðingar á næstu meðgöngu sé það fóstur einnig Rhesus jákvætt.

Mótaefnaleit

Rhesusvarnir hófust hérlendis fyrir um hálfri öld. Þær hafa falist í reglubundinni mótefnaleit hjá barnshafandi konum og gjöf anti D immunoblobulins eftir fæðingu hjá Rhesus D neikvæðum konum sem fæða Rhesus D jákvæð börn.

Verklag

Í ársbyrjun 2018 var tekið upp nýtt verklag í Rhesus vörnum.

Í upphafi meðgöngu er blóðflokkun gerð hjá öllum konum og skimað fyrir rauðkornamótefnum.

Við 25 vikur:

  • Skimað er fyrir rauðkornamótefnum hjá öllum Rhesus D neikvæðum konum.

  • Rhesus D flokkur fósturs er greindur.

Við 28 vikur:

  • Rhesus D neikvæðum konum sem ganga með Rhesus D jákvætt fóstur er boðin anti-Rhesus D mótefnasprauta (Rhophylac® 1500 a.e.) til að koma í veg fyrir næmingu móður.

  • Rhesus D neikvæðar konur sem ganga með Rhesus D neikvætt fóstur þurfa ekki sprautuna.

Eftir fæðingu:

  • Þær konur sem fengu mótefnasprautu á meðgöngu við 28 vikur fá aftur Rhophylac® 1500 a.e.

  • Blóðsýni úr naflastreng er áfram tekið hjá öllum Rhesus D neikvæðum konum.

Athugið: Skimun fyrir rauðkornamótefnum við 36 vikur hefur verið hætt hjá öllum barnshafandi konum.

Þróun á greiningaraðferðum

Vinna við að þróa aðferðirnar sem notaðar eru til að greina Rh flokk fóstra í meðgöngu og koma þessu skipulagi á var fyrst og fremst innt af hendi á Landspítala. Að innleiðingunni stóðu einkum Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á Landspítala, Anna Margrét Halldórsdóttir, sérfræðingur í Blóðbankanum og Ragnheiður I. Bjarnadóttir, yfirlæknir mæðraverndar í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins