Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Erfða- og sameindalæknisfræðideild

Erfðaráðgjöf

Erfðaráðgjöf er ferli þar sem einstaklingar og fjölskyldur fá aðstoð við að skilja erfðir og afleiðingar erfðasjúkdóma.

Erfðaráðgjöf

  • Erfðaráðgjöf byggir á samtölum milli erfðaráðgjafa og ráðþega þar sem veittar eru upplýsingar um erfðir, erfðasjúkdóma og erfðatengda áhættu.

  • Markmiðið er að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur við að skilja hvaða þættir gætu haft áhrif á heilsu þeirra, hvaða rannsóknir koma til greina og hvaða úrræði standa til boða.

  • Í erfðaráðgjöf er farið yfir heilsufar og fjölskyldusögu, og byggt á þeim upplýsingum er metið hvort og hvernig erfðir gætu tengst sjúkdómi. Einnig er rætt um mögulegar rannsóknir, niðurstöður þeirra og hvaða áhrif þær geta haft á eftirlit og/eða meðferð.

Tímabókun í erfðaráðgjöf fer fram í gegnum Landspítalaappið. Þú getur nálgast appið í App Store fyrir Iphone og á Google play fyrir Android.

Erfðaráðgjöf í Landspítalaappinu

Kynningarmyndband um starfsemi Erfðaráðgjafar