Erfða- og sameindalæknisfræðideild
Þjónusta
Heildstæð erfðaheilbrigðisþjónusta
Deildin veitir heildstæða erfðaheilbrigðisþjónustu og er sú eina sinnar tegundar á Íslandi.
Hlutverk
Þjónusta lækna og sjúkrastofnanir um allt land.
Framkvæma rannsóknir til að greina erfðasjúkdóma og erfðatengda kvilla.
Veita erfðaráðgjöf.
Erfðarannsóknir eru annað hvort unnar á rannsóknarstofum deildarinnar eða hjá sérhæfðum samstarfsaðilum.
Starfssvið deildarinnar eru:
Litningarannsóknir
Lífefnaerfðarannsóknir (þar á meðal nýbura- og fósturskimun)
Sameindaerfðarannsóknir
Klínísk erfðafræði (erfðaráðgjöf og lífupplýsingatækni)
Einnig tilheyrir deildinni Erfðafræðinefnd sem er rannsókna- og þjónustustofnun og starfrækt er af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og Landspítala.
Deildin er hluti af lífefna- og sameindalíffræðasviði læknadeildar Háskóla Íslands. Hún sinnir einnig kennslu og vísindarannsóknum.
