Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landskjörstjórn Forsíða
Landskjörstjórn Forsíða

Landskjörstjórn

Þessi frétt er meira en árs gömul

Úthlutunarfundur landskjörstjórnar 6. desember 2024

3. desember 2024

Landskjörstjórn kemur saman til fundar föstudaginn 6. desember 2024 kl. 11:00 til að úthluta þingsætum.

Landskjörstjórn kemur saman til fundar föstudaginn 6. desember 2024 kl. 11:00 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember sl.

Umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar er gefinn kostur á að koma til fundarins sem haldinn verður í fyrirlestrasal Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Eddu, að Arngrímsgötu 5, Reykjavík.

Fundinum verður streymt á kosning.is.

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is