Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
30. október 2024
Í síðustu viku kom upp hópsýking hjá börnum á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík af völdum E. coli bakteríu af tegund sem kallast STEC. Rannsókn á orsök og uppruna sýkingarinnar hófst sama dag og greining var gerð.
25. október 2024
Nú hafa alls 23 börn tengd leikskólanum Mánagarði í Vesturbæ Reykjavíkur greinst með E. coli (STEC) sýkingu á PCR-prófi. Sýni eru einnig send í sýklaræktun á sýkla- og veirufræðideild Landspítala til staðfestingar, sem tekur lengri tíma.
24. október 2024
Í viku 42 (14.–20. október) greindust 29 einstaklingar með COVID-19, annað hvort með PCR-prófi eða klínískri greiningu (greining læknis án rannsóknar), sem er sambærilegur fjöldi og greindist í vikunni á undan.
Embætti landlæknis hefur hrundið af stað verkefni sem miðar að því að vekja athygli á neikvæðum hliðum þess að nota nikótín og hversu ávanabindandi notkunin getur orðið.
Málþing samfélagsnálgunar forvarnamánaðarins verður haldið á Hótel Grand Reykjavík, fimmtudaginn 31. október kl. 9-12:30.
23. október 2024
Tíu börn sem sækja leikskólann Mánagarð í Vesturbæ Reykjavíkur hafa greinst með iðrasýkingu af völdum eiturmyndandi Escherichia coli sýkils sem kallað er STEC (shiga-toxínmyndandi E. coli), sem getur valdið blóðugum niðurgangi.
22. október 2024
Sóttvarnalæknir hefur tryggt veglegan styrk frá Evrópusambandinu til embættis landlæknis frá 1. janúar 2025 til að efla stafræn kerfi og gagnagrunna varðandi sóttvarnir hérlendis.
17. október 2024
Sóttvarnalæknir birtir reglulega samantektir á tíðni öndunarfærasýkinga yfir vetrartímann. Einnig er fyrirhuguð birting á mælaborði með tölulegum upplýsingum um öndunarfærasýkingar í vetur og undangengna vetur.
14. október 2024
Embætti landlæknis hefur lokið samantekt á tölum um sjálfsvíg fyrir árið 2023. Sjálfsvíg á síðasta ári voru 47 talsins eða 12,4 á hverja 100.000 íbúa.
10. október 2024
Frá lok september hafa 58 tilfelli Marburg-veiru og 13 andlát verið tilkynnt í Rúanda. Marburg-veira hefur ekki áður greinst í Rúanda þó hún hafi greinst i öðrum Afríku-ríkjum svo sem Angóla, Kongó, Kenýa, S-Afríku og Úganda.