Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Farsóttafréttir eru komnar út - Október 2025

9. október 2025

Í Farsóttafréttum að þessu sinni er fjallað um niðurstöður rannsóknar á algengi sýkinga tengdra heilbrigðisþjónustu og notkun sýklalyfja á hjúkrunarheimilum, bæði hér á landi og í Evrópu (HALT-4).

Einnig er sagt frá alþjóðlegum farsóttarsáttmála sem aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) samþykktu síðastliðið vor, og fjallar um forvarnir, undirbúning og viðbrögð við heimsfaröldrum. Að lokum er farið yfir tíðni kynsjúkdómanna lekanda, klamydíu og HIV á fyrstu sex mánuðum ársins hér á landi.

Sóttvarnalæknir