Bólusetningar gegn RSV eru að hefjast
2. október 2025
Einstofna mótefni gegn RSV fyrir yngstu börnin er komið í dreifingu til heilbrigðisstofnana.

Nú í vetur fá það börn sem fædd eru 1. maí 2025 eða síðar auk barna 6-23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab yfir RSV tímabilið.
Börn sem fæðast í vetur, um það bil fram til 31. mars 2026 munu geta fengið bólusetninguna fljótlega eftir fæðingu.
Nánari upplýsingar um RS veirusýkingar og bólusetningar gegn RSV má finna á vef embættis landlæknis.
Sóttvarnalæknir