Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lýðheilsusjóð fyrir úthlutun 2026

10. október 2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð fyrir úthlutun 2026. Umsóknarfrestur er til 30. október 2025

Við styrkveitingar að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á lýðheilsuáskoranir barna og ungmenna. Þetta eru áskoranir sem snerta andlega líðan (kvíða, vanlíðan og einmanaleika), skjánotkun, neyslu koffíndrykkja, hreyfingarleysi, ofbeldi, tóbaks- og nikótínnotkun, notkun áfengis og annarra vímuefna, spilafíkn, holdafar, næringu og svefn.

Við úthlutun styrkja verða í forgangi verkefni á eftirtöldum sviðum sem byggja á sterkum rannsóknargrunni:

  • Geðheilsu og þroska á fyrstu æviárunum

  • Skólanum sem vettvangi heilsueflingar og forvarna

  • Félagstengslum barna og ungmenna

  • Heilbrigðum uppvaxtarskilyrðum og lifnaðarháttum barna og ungmenna

  • Inngildingu og jöfnum tækifærum barna og ungmenna í samfélaginu

  • Eflingu heilsulæsis og fræðslu til að vinna gegn fordómum

  • Heildrænar lýðheilsuáætlanir heilsueflandi samfélaga

Við úthlutun verður einnig tekið mið af eftirfarandi stefnum og aðgerðaáætlunum:

Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið. Gera þarf grein fyrir hvernig árangur verkefnis verður metinn og skila framvinduskýrslu að verkefni loknu. Víðtækt samstarf hagsmunaaðila í samfélaginu er kostur.

Aðilar sem selja eða markaðssetja áfengi, nikótín eða orkudrykki til ungmenna geta ekki hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði.

Umsóknarfrestur er til 30. október 2025
Sótt er um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins
Nánari upplýsingar um Lýðheilsusjóð á vef embættis landlæknis