Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
16. maí 2024
Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga hérlendis og innlagna vegna þeirra í viku 18 og 19 og staðan í Evrópu reifuð.
15. maí 2024
Sóttvarnalæknir hefur nú birt gagnvirkt mælaborð með upplýsingum um þátttöku í bólusetningum barna hér á landi frá árinu 2017.
13. maí 2024
Árlega fá 4,3 milljónir sjúklinga á sjúkrahúsum innan ESB/EES-svæðis að minnsta kosti eina sýkingu sem tengist heilbrigðisþjónustu, oft kallað spítalasýking.
10. maí 2024
Í byrjun apríl síðastliðinn greindist fyrsta tilfelli kíghósta hérlendis frá árinu 2019. Síðan þá hafa 35 einstaklingar greinst með staðfestan kíghósta (PCR-próf). Til viðbótar hafa 20 einstaklingar fengið klíníska greiningu (greining læknis án rannsóknar).
7. maí 2024
Embætti landlæknis gefur í annað sinn út lykilvísa heilbrigðisþjónustu með nýrri tölum sem oftast eru frá árinu 2022 fyrir Ísland. Markmið útgáfunnar er að hafa á einum stað mælivísa sem gefa vísbendingar um lykilþætti í heilbrigðisþjónustu og sem hægt er að nota til samanburðar milli landa.
6. maí 2024
Skýrsla um framkvæmd rannsóknarinnar Heilsa og líðan á Íslandi 2022 er nú aðgengileg á vefsíðu rannsóknarinnar hjá embætti landslæknis.
5. maí 2024
Um langt árabil hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) notað 5. maí til að vekja athygli á mikilvægi handhreinsunar, einkum við heilbrigðisþjónustu.
2. maí 2024
Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga hérlendis og innlagna vegna þeirra í viku 16 og 17 og staðan í Evrópu reifuð.
30. apríl 2024
Almennar bólusetningar eru þær bólusetningar sem sóttvarnalæknir skipuleggur og samræmir um land allt samanber sóttvarnalög. Heilsugæslan sér síðan um framkvæmdina.
29. apríl 2024
Gagnvirkt mælaborð með upplýsingum um þátttöku í krabbameinsskimunum hefur nú verið birt á vef embættis landlæknis.