Samstarfsaðilar
Samstarfsaðilar safnsins eru helstir; Blindrafélagið, Rithöfundasambandið, Myndstef, Fíbút (Félag íslenskra bókaútgefenda), félag lesblindra, Félag sérkennara, Félag læsisfræðinga, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og framhaldsskólar. Að auki er safnið virkt í erlendu samstarfi, aðallega norrænu. Samstarfssöfnin hafa í sameiginlegri yfirlýsingu lýst því yfir að allir þurfi aðgang að upplýsingum og óheft tækifæri til samskipta til að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þetta er kjarninn í starfseminni, að búa til lausnir fyrir lesendur með lestrarhömlun.
Markmið samstarfsins er að skiptast á upplýsingum um stöðu og framþróun og vinna að ýmsum verkefnum, t.d. um tæknimál, samskipti við útgefendur, þjónustu við lánþega og gerð aðgengilegra bóka.