Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Umhverfis- og loftslagsstefna

Tilgangur og umfang

Hljóðbókasafn Íslands tekur virkan þátt í umhverfisstarfi og skuldbindur sig til að halda neikvæðum umhverfisáhrifum í lágmarki. Safnið tekur mið af skuldbindingum stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu og tekur þannig þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar. Stefnan nær til samgangna, innkaupa, úrgangs, rafmagnsnotkunar og umhverfisfræðslu.

Mikilvægt er að starfsmenn taki virkan þátt í umhverfisstarfi, beri virðingu fyrir umhverfi sínu og geri sér grein fyrir gildum þess að fara vel með þau aðföng sem keypt eru. Fólk er hvatt til að gæta hófs í notkun á pappír og að draga úr orkunotkun og endurnýta eftir því sem kostur er. Safnið flokkar í a.m.k. 8 úrgangsflokka og hvetur til vistvæns ferðamáta til og frá vinnu auk þess sem ferðum til annarra landa og út á land er haldið í lágmarki.

Gildissvið

Þessi stefna tekur til umhverfisáhrifa af rekstri Hljóðbókasafns Íslands og varðar allt starfsfólk stofnunarinnar. Hljóðbókasafnið er með eina starfsstöð.

Markmið

Fram til 2030 mun Hljóðbókasafnið draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 45% á stöðugildi miðað við árið 2019 og kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á vottuðum kolefniseiningum.

Helstu umhverfismarkmið safnsins eru:

1. Vistvænar samgöngur, boðið upp á samgöngusamninga og rafmagnshjól til notkunar á vinnutíma. 70% starfsmanna hafa skrifað undir samgöngusamning.

2. Að stunda vistvæn innkaup og velja viðurkenndar umhverfisvænar vörur.

3. Að halda orkunotkun í lágmarki og velja orkusparandi tæki við innkaup.

4. Að flokka allan úrgang.

5. Að draga úr pappírsnotkun og einnota vörum.

6. Að vinna markvisst að fækkun útlána á geisladiskum og rík áhersla lögð á að lánþegar nýti sér umhverfisvænni leiðir eins og streymi enda eru geisladiskar safnsins einnota og sendir með pósti.

7. Kolefnisjafna losun með ábyrgum hætti.

8. Fræðsla til starfsmanna um umhverfis- og loftslagsmál.

Ábyrgð og eftirfylgni

Forstöðumaður ber ábyrgð á stefnunni. Tengiliður Grænna skrefa fylgist með framkvæmd hennar og ber ábyrgð á að stefnan sé rýnd árlega og að markmið hennar séu uppfærð með tilliti til árangurs og þróunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Til að mæla og meta árangur umhverfisstarfsins tekur Hljóðbókasafn þátt í Grænum skrefum í ríkisrekstri og heldur grænt bókhald. Allar uppfærslur er lagðar fyrir yfirstjórn til samþykktar. Stefna þessi skal birt á vefsíðu safnsins.

Stefnan rýnd og samþykkt 17.09.2024


Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur